Project Description

Það er ekki skylda að hlaupa á hlaupaskóm. Þannig má vel nota utanvegahlaupaskóna í gönguferðir yfir sumarmánuðina. Þeir hafa þann kost að vera fljótir að þorna og það líka ágætt fyrir okkur að styrkja ökla og kálfa með því að vera á léttum skóm sérstaklega þar sem stígar eru fjölfarnir og lausir við stórgrýti og möl. Það er frábært að eiga uppháa og millistífa gönguskó og eiginlega nauðsynlegt ef fólk ætlar að vera í mikilli útivist. En það má lengja líftíma leðurskónna með því að nota líka léttari skó þegar það er hægt.