Frábær fjallaskíðatindur

Birnudalstindur er með skemmtilegri tindum íslenskum, hvort sem ferðast er á tveimur jafnfljótum eða á fjallaskíðum. Hann telst ekki til hæstu tinda á Íslandi, tæpir 1400 metrar, en einstak útlit og magnað tindaumhverfi bæta upp hæðina. Fáir tindar á Íslandi bjóða upp á [...]

Örn og Arna á Erni – Úti nr1

Örninn, sem líka gengur undir nafninu Tröllkarlinn, er glæsilegasti tindurinn sé horft til fjalla úr Grundarfirði. Hann er líka sá flottasti sé horft á fjallgarðinn að sunnan. Hann er einn af þessum tindum sem ekki er gott að sjá í einni hendingu að hægt sé að komast á [...]

Fjallabyggð – alvöru skíðabær

Kristján Hauksson, formaður Skíðafélags Ólafsfjarðar, á góðri stundu. Skíðaganga hefur slegið í gegn á Íslandi á síðustu árum og sífellt bætast fleiri við í hóp þeirra sem nýta sér gönguskíði til heilsubótar og útivistar að vetri. Nú hafa Siglóhótel í Fjallabyggð ásam [...]

Fjallkonungur klæddur hvítri skikkju

Snæfell er hæsti tindur utan jökla á Íslandi og eitt helsta kennileiti Austurlands. Hér segir Tómas Guðbjartsson læknir og fjallageit frá helstu göngu- og fjallaskíðaleiðum á þennan magnaða tind en þennan Konung íslenskra fjalla hefur hann toppað margsinnis. Tómas Guðbj [...]

Stormur á Grossglockner

Allt var kalt. Það virtist vera að bæta í vindinn og það hrikti og brast og brakaði í öllum útveggjum. Studlhutte var umvafinn kulda sem þrýsti sér inn um allar rifur gamla fjallakofans. ískristallar fuku inn í gegnum panelinn eins og örfínn ryksalli. Þetta var í mars. [...]

Draumafjallið Matterhorn

„Matterhorn er þannig áskorun að fjallið tekur sér bólfestu í huga manns og situr þar sem fastast frá því hugmyndin að uppgöngu kviknar og líklega til æviloka.“ Hyldýpið blasir við beggja vegna, svitinn drýpur af þér, þú hlustar á marrið í snjónum og eigin andardrátt [...]

Yfir fannhvíta jörð á fjórum jafnfljótum

Hundar eru frábærir æfingafélagar. Þeir kvarta aldrei, hætta ekki við æfingu á síðustu stundu og eru eiginlega alltaf til í að fara út með þér! Þótt það kólni í veðri þarf ekki að skilja hvutta eftir heima. Sumir hundar fæðast nefnilega með harðfennið í blóðinu. Á Íslan [...]

Með huldufólki um eyðivíkur

Ferðafélag barnanna fór í fyrsta skiptið á Víknaslóðir í sumar. Það voru 15 hörkudugleg börn á aldrinum 7-14 ára sem gengu ásamt foreldrum sínum um ægifagrar Víknaslóðir nú miðsumars í fyrstu ferð Ferðafélags barnanna á því svæði. Á Víknaslóðum er gengið um fagrar gró [...]

Þrjár frábærar göngubækur

Íslensk fjöll - gönguleiðir á 151 tind „Hér er ljósmynd af hverju fjalli ásamt ítarlegri leiðarlýsingu og korti með gönguleiðinni.“ Fyrst kom Fólk á fjöllum - gönguleiðir á 101 tind eftir fjallamennina Ara Trausta Guðmundsson og Pétur Þorleifsson og nokkrum árum síðar [...]