Önnur sería af hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Úti er núna um það bil að fara í loftið. Í sex þáttum, á sunnudagskvöldum á RÚV frá og með morgundeginum 19.apríl, halda þau Brynhildur og Róbert með áhorfendur á vit ótrúlega spennandi ævintýra í íslenskri náttúru, og erlendri. Margir góðir gestir slást í för. Fyrsta serían var sýnd á RÚV vorið 2018 og sló rækilega í gegn. Hér er hressilegt sýnishorn af því sem koma skal í annarri seríu. Við segjum bara þetta: Núna þegar svona margir þurfa að vera inni er fátt betra en að horfa á Úti.