Ein flottasta viðbótin í flóru utanvegahlaupa á Íslandi er án efa Puffin run, eða Lundahlaupið í Vestmannaeyjum sem fram fer um helgina. Þetta er 20 kílómetra hringur um Heimaey sem fetar sig eftir nýja hrauninu, fer alla leið útá Stórhöfða, meðfram sjávarhömrum með stórfenglegu útsýni allan tímann. Mikil ánægja var með hlaupið á síðasta ári þegar það fór fram í fyrsta sinn.

Allt um hlaupið hér. Þetta er kjörin afþreying fyrir fólk með mikla hreyfiþörf sem ætlar ekki í Fossavatnið um helgina. Það spáir góðu rólyndisveðri í Eyjum um helgina þannig að þetta getur ekki klikkað.

Það er stefnt að því að hefja siglingar í Landeyjahöfn á fimmtudag og ef það gengur eftir verður hægt að skreppa til Eyja að morgni, taka þátt í hlaupinu og fara heim síðdegis.

Myndband úr síðasta hlaupi.