Ein glæsilegasta fjallahjólakeppni heims fer núna fram í Suður Afríku og 8 Íslendingar eru á meðal þátttakenda í keppninni sem tekur 8 daga. Keppt er í pörum sem verða að fylgjast að. Brautinni er breytt á hverju ári en hún liggur um dali, fjöll, gil, skóglendi og strandlengjur. Hún er um 700 kílómetra löng og uppsöfnuð hækkun er 15000 metrar. Meðal keppenda frá Íslandi í ár er Emil Þór Guðmundsson úr Kríu en hann keppir með Birgi Ragnarssyni. Sýnt er beint frá keppninni á youtube.com

Hér er svo myndband sem segir allt sem segja þarf um frábæra umgjörð þessa stórfenglega móts sem haldið hefur verið árlega frá árinu 2004. Næsta keppni fer fram frá 15. mars til 22. mars 2020.