Nú styttist í Super Troll Ski Race á Siglufirði en þessi sívaxandi keppni er með vinsælli vetrarviðburðum fjallaskíðafólks á Íslandi. Hún fer fram dagana 17. og 18. maí næstkomandi. Þeir sem eru að velta fyrir sér hvort þetta sé nokkuð skemmtilegt geta byrjað á því að skoða þetta myndband frá honum Ólafi Má frá því í fyrra.

Þarf eitthvað að ræða þetta? Allar upplýsingar um skráningu eru hér á fésbókarsíðu keppninnar.