Sigló Freeride Weekend er viðburður sem enginn skíðaunnandi ætti að láta framhjá sér fara. Um er að ræða sannkallaða skíðaveislu, sem haldin verður á Siglufirði, helgina 11.-14. apríl.

Hátíðin er ætluð öllum þeim sem vilja skemmta sér á skíðum, renna sér utan brautar og hitta annað fólk með sama áhugamál. Hápunktur hátíðarinnar er keppni í utanbrautar rennsli en skráningu í keppnina lýkur í dag. Skráning í keppnina fer fram hér.

Áhorfendur og aðrir gestir munu fljótlega geta keypt sér miða á viðburðinn hér. Með kaupum á miða færð þú þriggja daga skíðapassa, afslátt á drykkjum frá Seagull 67 brugghúsi, aðgang að einkapartýi á laugardagskvöldinu ásamt ýmsum öðrum fríðindum.

Að hátíðinni standa Freeride World Tour, frjáls félagasamtök fjallaskíðamanna, sem hafa haldið yfir 130 viðburði, með meira en 4.000 þáttakendum í utanbrautarkeppnum um allan heim. 

Image result for freeride world tour