Það er vitað að þau hjá Nike kunna að gera hlaupaskó enda næstum því fimmtíu ár frá því að Bill Bowerman, hlaupaþjálfari og meðstofnandi Nike, eyðilagði vöfflujárn eiginkonu sinnar í tilraun til að gera skósóla sem myndi grípa vel á möl jafnt sem grasi. En af einhverri ástæðu hafa götuskór verið meira áberandi í hlaupaskóm frá Nike. Við vorum því nokkuð spennt að fá að prófa Terra Kiger sem er trail skór frá Nike. Niðurstaðan er sú að þetta er frábær alhliða skór sem er mjög þægilegur með góðu rými fyrir tærnar í táboxinu auk þess sem sólin er mjög öruggur á grófum stígum þó að skórinn liggi nokkuð lágt. Hann hefur líka reynst vel í tækjasalnum og á hljómsveitaræfingum.