Þarftu að auka sprengikraftinn á æfingu? Þá ættiru að íhuga að blóta meira!

Nýleg rannsókn bendir til þess að hægt sé að bæta líkamlega frammistöðu með því að hreyta blótsyrðum. Þannig átt þú að geta hækkað sársaukastuðulinn þinn og þar með ýtt þér lengra á æfingu.

Vísindamenn við Keele háskólann framkvæmdu tvær mismunandi tilraunir, annars vegar á 29 manns og hinsvegar 52 manns. Í fyrri tilrauninni voru gerðar mælingar á lofftfirrtum krafti og í þeirri seinni voru mældar blóðþrýstingsbreytingar við handgrip.

Niðurstöðurnar leiddu í ljós að þeir þáttakendur sem blótuðu í fyrri tilrauninni sýndu meiri kraft og þeir sem blótuðu í seinni tilrauninni sýndu sterkara handgrip.

Dr. Stephens, maðurinn sem leiddi rannsóknina, segir mögulega skýringu á þessu vera sú að þegar við blótum örvum við driftaugakerfið og finnum því síður fyrir sársauka. Driftaugakerfið notum við þegar við erum hrædd, reið eða æst og örvar það virkni líffæranna.

Rannsakendum tókst þó ekki að ákveða nákvæma orsök og afleiðingu í þessu tilfelli. Stephens segir líklegt að sá kraftur sem felst í því að blóta eigi eftir að vera rannsakaður að fullu í framtíðinni.

Eldri rannsóknir sýna að tilhneiging til að blóta tengist hreinskilni og gæti líka verið gáfumerki. Að blóta er þá kannski ekki svo slæmur ávani eftir allt saman!

Mynd:ivanachapman.com