Enn er víst vetur og hætta á hálku víða um land. Því er tilefni til að minna fólk á að fara varlega og að huga að viðeigandi skóbúnaði eins og mannbroddum. Mannbroddar eru broddar úr stáli sem festir eru neðan á skó eða stígvél til að ná betra gripi í mikilli hálku og snjó. Þeir eru ætlaðir til mismunandi nota og því mikilvægt að velja rétt. Fyrir hlauparana þarna úti mælum við með STABILicers Run mannbroddunum. Traustir broddar sem haldast vel á hlaupaskónum, hvort sem þú hleypur langa vegalengd eða stutta. Mjög einfalt er að setja broddana á skóna.

STABILicerss Run mannbroddarnir fást hjá GG Sport í stærðum XS-L og kosta á 7.690 kr.