Hilm­ar Snær Örvars­son (19) skrifaði nafn sitt í sögubækurnar í dag þegar hann varð fyrstur Íslendinga til þess að vinna sigur í heimsbikarmótaröð fatlaðra í alpagreinum. Hann er við keppni í Zagreb, Króatíu, þar sem heimsbikarmótið í svigi fer fram. Hilm­ar var sam­an­lagt 1,20 sek­únd­um fljót­ari en næsti maður og stóð því uppi sem sig­ur­veg­ari. Hann keppir svo strax aftur á morgun.

Við hjá Úti óskum Hilmari innilega til hamingju með sigurinn og góðs gengis í komandi keppni