Fullbókað er nú í Laugavegshlaupið 2019 og hefur skráningu því verið lokað. Opnað var fyrir skráningu fyrir þremur dögum og því ljóst að mikill áhugi er á þátttöku í hlaupinu sem margir segja það skemmtilegasta á Íslandi. Ekki verður boðið uppá skráningu á biðlista. Þeim sem ekki náðu að skrá sig í ár er bent á, á marathon.is að Laugavegshlaupið 2020 fer fram laugardaginn 18.júlí og hefst skráning í janúar 2020.

Hlauparar frá 29 löndum víðsvegar um heiminn eru skráðir til þátttöku, 65% Íslendingar og 35% frá öðrum löndum.