Ráðlegt er að gæta fyllsta öryggis þegar ferðast er um óbyggðir landsins. Í því felst meðal annars að láta öðrum í té ferðaáætlun sína þannig að hægt sé að hefja leit ef þú skilar þér ekki á áfangastað á áætluðum tíma. Með 112 Iceland appinu getur þú skilið eftir þig “slóð” sem viðbragðsaðilar geta notað ef óttast er um afdrif þín og hefja þarf leit. Með appinu er einnig hægt að kalla eftir aðstoð ef um slys eða óhapp er að ræða. Forritið kemur ekki í stað annarra öryggistækja eins og neyðarsenda og talstöðvar. Það er fyrst og fremst viðbót sem nýtist þeim sem nota snjallsíma. Ekki er þörf á gagnasambandi til að nota forritið. Hefðbundið GSM samband dugar.