Magnesíum er steinefni sem hver einasta fruma líkamans þarf á að halda. Í líkamanum eru 20-28 grömm af magnesíum og er helming þess að finna í beinum. Magnesíum spilar mikilvægt hlutverk í yfir 300 lífefnafræðilegum ferlum líkamans. Það er eitt aðalefnanna sem líkaminn notar við uppbyggingu á beinum og styrkingu þeirra. Magnesíum tekur þátt í framleiðslu próteina og hefur áhrif á orkulosun frá vöðvum líkamans. Þannig stuðlar það að eðlilegri vöðva- og taugastarfsemi. Jafnframt skiptir magnesíum máli við stjórnun á líkamshita og á stöðugleika hjartans.

Slökun Magnesíum gagnast sérstaklega vel við sinadrætti, fótapirring, harðsperrum, streitu, kvíða, hægðatregðu, orkuleysi, höfuðverk og tíðaverkjum.

Það fæst m.a. í Heilsuhúsinu og hjá Mamma veit Best.