Einn á ritstjórninni hefur um nokkur skeið notað anorakk númer 8 frá Fjallraven í alla veiði, bæði stang- og skotveiði. Þetta er gamaldags flík sem heldur ekki miklu vatni nema að hún sé vaxborinn og þá er í raun hægt að stýra vatnsheldninni nokkuð mikið. Til að létta á henni er anorakkurinn einfaldlega þveginn einu sinni í þvottavél og þá minnkar vatnsheldnin. Svona stakkur er frábær utan um ullarpeysu, hann heldur miklum hita inni og það er auðveld að opna hann á hliðunum og renna niður hálsmálinu ef það verður of heitt á göngunni. Eins og á öllum alvöru anorökkum er stór vasi framan á sem nýtist vel til geymslu á húfu, vettlingum, skotum, veiðiboxi. Hettan er risavaxinn og myndar gott skjól fyrir veðri auk þess að gegna einnig hlutverki mjög góðs hálskraga þegar hún er ekki í notkun. Mjög góð reynsla af þessari flík hjá okkur en því miður hefur hún ekki fengist hjá Fjallraven á Íslandi. Kannski lagast það ef mikið er spurt eftir þessu?