Í þessum þætti er farið á fjallaskíðum á Ými, hæsta tind Tindfjallajökuls, með Andra Snæ Magnasyni rithöfundi sem sýnir á sér nýja hlið sem hraðafíkill, bæði á skíðum og fjallahjóli. Við komum við í Landmannalaugum með Ferðafélagi barnanna og förum loks á hlaupaskóm upp um fjöll og firnindi í Vestmannaeyjum með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Elísabetu Margeirsdóttur hlaupakonu. Svokölluð sjötindaleið var farin með viðkomu á Blátindi, sem er ekki fyrir lofthrædda.