Kvikmyndin The Dawn Wall verður sýnd í Bíó Paradís þann 30. október næstkomandi og hefst hún klukkan 20:00. Íslenski Alpaklúbburinn stendur fyrir sýningunni.

Klifurheimurinn hefur lengi beðið spenntur eftir The Dawn Wall sem fjallar um eitt af stærri afrekum sem þekkjast innan klifurheimsins. Það er þegar þeir Tommy Caldwell og Kevin Jorgeson fríklifruðu Dawn vegginn, á fjallinu El Capitan, í Yosemite, klifur sem áður þótti óhugsandi. Eftir áralanga vinnu og þrautsegju komust Caldwell og Jorgeson á toppinn,í janúar 2015. Leiðin þangað reyndist þó langt frá því að vera auðveld.

The Dawn Wall er kvikmynd sem enginn klifuráhugamaður ætti að láta framhjá sér fara.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.