Þessi dægrin er unnið að því að undirbúa skíðagöngubrautina í Heiðmörk fyrir nýjan snjósleða og troðara sem Reykjavíkurborg hefur fjárfest í. Þetta eru frábærar fréttir því Heiðmörkin getur verið alger skíðaparadís fyrir gönguskíðafólk ef vel snjóar. Þetta framtak borgarinnar boðar því gerbreytta aðstöðu fyrir skíðagöngu á höfuðborgarsvæðinu.  Aðalvinnan í Heiðmörk felst í því að að hreinsa grjót og greinar úr brautinni og hafa félagsmenn í skíðagöngufélaginu Ulli ekki látið sitt eftir liggja í þessum efnum en hópur frá þeim mætti síðastliðin laugardag og tók til hendinni.