Við vitum til þess að sumir langhlauparar hafa þjáðst af svefn- og meltingafæratruflunum eftir að Keníumaðurinn Eliud Kipchoge hljóp Berlínarmaraþonið á nýju heimsmeti 2:01:39.  Svo virðist sem tveggja tíma múrinn sé rétt handan við hornið. Sumir segja það af og frá. Eliud sé einstakur hlaupari og að hans líkar birtist ekki nema einu sinni á hverri öld. Og hann er vissulega ótrúlegur íþróttamaður sem lítur út fyrir að vera að minnsta kosti fimmtán árum eldri en þrjátíu og þriggja ára og talar í spakmælum. En árangurinn um síðustu helgi er engin tilviljun. Í tilraunahlaupi, sem nike stóð fyrir á síðasta ári og sýnt er í mynd National Geographic hér að neðan, sýndi Eliud að við algerar kjöraðstæður er raunhæft að hann nái að brjóta þennan múr. Við mælum eindregið með þessari mynd – langhlauparar munu sofa betur á eftir.