Skútan Pen-Duic VI er nú komin til Íslands og verður hér í mánuð. Marie Tabarly er við stýrið en með henni um borð eru bæði listamenn og fólk sem stundar íþróttir úti í náttúrunni. Pen-Duic VI lét úr höfn í Frakklandi, í júlí síðastliðnum, í fjögurra ára hnattferð sem nefnist „Elemen’Terre“. Markmið leiðangursins er að opna augu okkar fyrir umhverfismálum, hvernig við tökumst á við erfiðustu þrekraunir og hvernig við getum tekið náttúrunni og framandlegum aðstæðum með opnum huga.

Fríkafarinn Leina Sato og ljósmyndarinn Jean-Marie Ghislain eru meðal ferðalanganna en þau ætla að kafa með hvölum í hafinu norður af Íslandi. Ljósmyndirnar frá köfuninni verða svo sýndar á sýningunni „Réconciliation“ eða „Sátt“, í Ráðhúsi Reykjavíkur, þann 28. september næstkomandi.

Théo Sanson er einnig með í för en hann hefur atvinnu af loftfimleikum og ætlar að ganga á línu yfir Dettifoss.