Öskjuhlíðin er frábært útivistarsvæði í öllum veðrum. Það er nánast endalaust hægt að hlaupa og hjóla um Öskjuhlíðina og gleyma sér í allflóknu stígakerfi sem þar hefur mótast í gegnum tíðina.

Okkur á Úti blóðlangaði til þess að glöggva okkur betur á því hvernig stígarnir liggja um þessa náttúruperlu og sýna lesendum okkar. Fyrir annað tölublað Úti fengum við teiknarann og fjallahjólamanninn Halldór Sánchez til þess að teikna upp svæðið. Við birtum kortið hér núna á vefnum.

Um að gera að prenta það út og plasta.

Njótið vel!

Öskjuhlíð-kort-HalldórSánchez3