Ferðafélag Íslands býður að öllu jöfnu upp á eina ferð á sumri í náttúruparadísina Þjórsárver, þar sem hjarta Íslands slær. Það þarf að vaða margar straumharðar ár til að komast í dýrðina en svæðið er stórkostlegt og launar vel þeim sem þangað leggja leið sína. Þessi stórkostlega mynd var tekinn á dögunum þegar gönguhópurinn tók sig til og færði kamarhúsið undir Arnarfelli hinu mikla. Þessi mynd sýnir vígsluathöfnina. Allir spenntir. Takið eftir hvað biðröðin er formfögur enda ekki raðað eftir hversu sprengurinn var aðkallandi heldur hæð leiðangursmanna.