Kia Gullhringnum, sem átti að fara fram á morgun laugardaginn 7.júlí, hefur verið frestað til 25.ágúst. Þetta er gert vegna yfirstandandi vegaframkvæmda. Þetta er auðvitað fúlt fyrir marga, en það er um að gera að líta á björtu hliðarnar: Hjólareiðafólk sem ekki komst á morgun getur þá kannski tekið þátt núna. Aðrir hafa meiri tíma til að æfa sig. Og þann 25.ágúst verður sumarið kannski líka loksins komið!

Hér er tilkynningin frá mótshöldurum:

„Kia Gull­hringn­um frestað til 25. ág­úst

Frá því sl. haust hafa móts­hald­ar­ar KIA Gull­hrings­ins unnið sleitu­laust við það að efla ör­yggi í kring­um keppn­ina. Þetta hef­ur verið unnið af fag­fólki með þekk­ingu á vega­ör­yggi í nánu sam­ráði við Vega­gerðina sem hef­ur sýnt mik­inn sam­starfs­vilja.

Sí­fellt vatns­veður í vor og allt sum­ar hef­ur valdið verk­tök­um Vega­gerðar­inn­ar mikl­um vanda og hef­ur ekki tek­ist að ljúka viðgerðum á veg­um í tæka tíð. Á síðustu 7 dög­um hef­ur mal­bik­un mik­il­vægra kafla verið frestað tví­veg­is. Þá hef­ur ekki tek­ist að klára fram­kvæmd­ir á Laug­ar­vatns­vegi en þar eru mal­arkafl­ar og einnig er ókláraður kafi við Borg í Gríms­nesi.

Við þess­ar aðstæður telja móts­hald­ar­ar að ör­yggi þátt­tak­enda og annarra veg­far­enda sé ógnað og telja óverj­andi að senda stóra hóp hjól­reiðfólks af stað við þess­ar aðstæður.

Af þess­um sök­um hef­ur mót­inu verið frestað til laug­ar­dags­ins 25. ág­úst nk. 
Er þetta gert af ör­ygg­is­ástæðum og þykir keppn­is­stjórn miður að þurfa að gera þessa breyt­ingu með svo stutt­um fyr­ir­vara en ör­yggi kepp­enda og annarra veg­far­enda er ofar öllu. Af­hend­ingu keppn­is­gagna er því frestað þar til í vik­unni fyr­ir keppni. All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á Face­book-síðu keppn­inn­ar.“