Hátt í hundrað og fimmtíu krakkar á aldrinum þriggja til 16 ára tóku þátt í hinni árlegu Krakkaþraut Hjólreiðafélags Reykjavíkur í Heiðmörk. Þetta er frábært framtak hjá HFR og á sívaxandi fylgi að fagna. Mjög mikið af skíðakrökkum skipta yfir í fjallahjólin á sumrin og var því mikið um fagnaðarfundi á meðal skíðaforeldra við Elliðabæinn í gær. Boðið var uppá grillaðar pylsur og gosdrykki fyrir keppendur, gesti og gangandi. Krakkarnir settu mikinn metnað í keppnina en þau yngstu fóru stuttan hring á meðan þau elstu fóru allt að 12 kílómetra braut.

Brautin var fjölbreytt og skemmtileg.