Sumarblað Úti, 3.tölublað, er komið úr prentun. Það er núna á leið í búðir og í dreifingu til áskrifenda. Vertu úti ehf og Ferðafélag Íslands hafa gert með sér samkomulag. Þessu tölublaði og því næsta er dreift til allra félagsmanna FÍ þeim að kostnaðarlausu. Til kynningar.

Félagsmenn fá eintak afhent um leið og þeir sækja, á höfuðstöðvar FÍ í Mörkinni, árbók Ferðafélagsins sem kom út í gær. Þeir sem ekki sækja fá sent.

Við vonum að sjálfsögðu að blaðið falli vel í kramið hjá útivistarfólki innan FÍ sem og öðrum. Blaðið er að sjálfsögðu smekkfullt af efni. Við skelltum okkur á brimretti með Halldóru Geirharðsdóttur leikkonu. Í viðtali við Úti talar hún um heimsreisu fjölskyldunnar, umhverfismál, leiklistina, forsetaembættið og konuna sem fer í stríð.

Við fjöllum um sex frábæra staði til að hjóla um á fjallahjóli, förum á fjöll með börnum, skreppum til Lofoten og á hæsta fjall Austurríkis. Tómas Guðbjartsson klífur Sauðhamarstind og við skilgreinum ásamt valkunnum göngugörpum alveg nýja áskorun á hálendi Íslands: Öræfagönguna. Hún er 500k og tekur mánuð að ganga.

En lesið blaðið fyrst! Færst í öllum helstu verslunum. Og svo er hægt að kaupa hér og koma í áskrift.