Mikil ánægja var meðal þátttakenda í Wow-cyclothon þetta árið enda aðstæður með þeim allra bestu. Í fyrra var veðrið ömurlegt alla leið en í ár brostu veðurguðirnir við keppendum nema síðasta morgunin. Þeir sem luku keppni voru í skýjunum. Þetta sagði okkar maður Kjartan Long sem hjólaði með BYKO liðinu: „Eftir að hafa tekið þátt tvisvar núna, þá get ég sagt að það að hjóla hringinn í kringum ísland á 42 tímum er töfrum líkast, fá að upplifa sumarnóttina, sólsetur og sólarupprás allt í einni ferð hringinn í kringum ísland á hjóli er stórkostlegt.

Samvinna og liðsheild 10 manna liða er lykill af því að gera keppnina skemmtilega, einnig það að koma á samstarfi milli annara liða, upphugsa keppnisáætlun og fleira slíkt gerir keppnina enn meira spennandi.
Fara aftur, já ekki spurning.“
Þetta myndband þeirra í BYKO-liðinu segir allt sem segja þarf um stemninguna.