Sumarblaðið í fæðingu

Við erum um það bil að senda í prentun nýja sumarblaðið okkar sem að venju er troðfullt af áhugaverðu útivistarefni. Þar á meðal ný gönguáskorun, Öræfaleið, en okkur langaði að kynna til sögunnar göngu sem gæfi fólki tækifæri til víðtækrar náttúruupplifunnar samhliða sjálfsskoðun á borð við Kyrrahafshryggsgönguna í Kaliforníu.  Sem fyrr erum við með áherslu á göngur, hlaup, hjólreiðar og alls kyns útivist aðra í þessu sumarblaði. Hægt er að gerast áskrifandi að Úti hér og fá send heim fyrri tölublöð ásamt komandi blaði.

skrifar| 2018-06-14T16:35:50+00:00 14. júní, 2018|Tíðindi|