Adrift, nýjasta mynd Baltasars Kormáks, er skotheld útivistarmynd sem rígheldur allan tímann og fangar tvískipt eðli náttúrunnar fullkomnlega. Eina stundina er hún undursamlegt leiksvæði en hina stórhættulegur óvinur. Rétt eins og í Everest og Djúpinu, tekst Baltasar að gera skeytingarlaus náttúruöflin að sjálfstæðum karakter í myndinni. Ógnþrunginn nærvera hafsins er á köflum yfirþyrmandi. Þetta er hrakningarsaga eins og þær gerast bestar og við mælum tvímælalaust með henni fyrir allt útivistarfólk. Fullkomin leikstjórn, hnökralaus leikur og frábærar tökur setja áhorfandann inn í miðju hrikalegrar atburðarrásar. Okkur langaði samt eiginlega strax að fara út að sigla eftir að myndinni lauk. Svona erum við skrítin hér á Úti.