Ekki er verra að lýsi bragðist vel, ásamt því að vera hollt. Astalýsi, sem er framleitt af íslenska fyrirtækinu KeyNatura, fékk á dögunum bragðgæðaverðlaun frá hinni virtu, alþjóðlegu stofnun iTQi, eða The International Taste & Quality Institute. Stofnunin metur bragðgæði matar og drykkjavara víðs vegar úr heiminum með hjálp reyndustu kokka og smakkara.  

Astalýsi hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi sem eins konar uppfært ofurlýsi, jafnt fyrir íþróttafólk og aðra, en það er framleitt úr andoxunarefninu astaxanthin, síldarlýsi og inniheldur jafnframt D-vítamín. KeyNatura framleiðir astaxanthin úr smáþörungum.

„iTQi verðlaunin eru viðurkenning á framúrskarandi bragði og gæðum og því mikill heiður að Astalýsið skildi fá þessi verðlaun,“ segir Jóna Björk Viðarsdóttir næringarfræðingur hjá KeyNatura.

Vörur KeyNatura fönguðu jafnframt, að sögn Jónu, mikla athygli gesta á Vitafoods Europe sýningunni sem haldin var í Genf í maí.  „Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu þar sem fyrirtæki sem framleiða, dreifa og markaðssetja fæðu- og heilsubótarefni koma saman,“ segir Jóna. „Gestir Vitafoods fengu að smakka Astalýsið og var mikið talað um einstök bragðgæði.“

Jóna Björk Viðarsdóttir