Fyrstu hjólin frá fyrirtækinu Lauf Forks voru afhent í nóvember í fyrra og síðan þá hafa nokkur hundruð hjól verið seld til Bandaríkjanna.

Hjólið flokkast sem malarhjól en það er að sögn Lauf-manna mjög ört vaxandi markaður. Þetta eru hjól sem eru mitt á milli þess að vera fjallahjól og cyclocross ef reyna ætti að setja þau á einhvern skala. Þau ráða við grófa malarvegi og einbreiða stíga í óbyggðum.

Gear or beer, segja Laufarar. Hægt er að setja rafmagnsskipti þarna eða bara nota þetta fyrir bjórinn.

Lauf gaffallinn kom á markað fyrir allmörgum árum og sló víða í gegn enda að mörgu leyti byltingarkennd hönnun á dempara fyrir hjól. Þeir eru mun léttari en hefðbundnir framdemparar og þarfnast minna viðhalds. Hjólin fást meðal annars hjá Kríu í Skeifunni en meðal þeirra sem ætla að hjóla á True Grit í næstu Bláalónskeppni er Emil Þór Guðmundsson í Kríu. Hann vill kalla þessa tegund hjóla Malarmerði.

Hægt er að fá hjólin með rafmagnsskipti eða upptakara fyrir bjórinn eftir hjólatúrinn.