Í dag bætist nýtt merki í flóruna af fjallahjólum á Íslandi en Fjallakofinn kynnir í Kringlunni í kvöld klukkan 18:30 nýtt merki, Rocky Mountain fjallahjól.

Rocky Mountain hjólin eru hönnuð og þróuð í nágrenni Whistler í Kanada sem hefur stundum verið nefnd höfuðborg fjallahjólamennskunnar. Rocky Mountain bjóða breiða línu af hjólum frá einföldum hardtail hjólum uppí fulldempuð carbon fyrir harðasta keppnisfólk og allt þar á milli. Hjólin eru stílhrein og  falleg.  Okkur sýnist Rocky Mountain hjólin fá góða dóma í erlendum hjólablöðum. Samkvæmt Fjallakofamönnum er stefnan að vera með mjög samkeppnishæf verð sem munu vonandi koma á óvart.