Hjólaverslunin Kría er flutt í Skeifuna 11 en hún hefur verið framarlega í hjólreiðabyltingnni á Íslandi síðustu árin.

Specialized hjólin hafa notið mikilla vinsælla hvort sem er í fjalla- eða götuhjólum (racer) og sér ekki fyrir endann á því. Emil Þór Guðmundsson, hjá Kría hjólum, segir línuna hjá Specialized vera einfaldari þetta árið en oft áður, ekki sé verið að framleiða karla- og kvennahjól í jafnmiklum mæli enda sé munurinn oft lítill á milli hjólanna. Stellin séu eins en munur á sætum og breidd stýra.

Sem fyrr rekur Kría öfluga verkstæðisþjónustu en henni hefur verið fundinn staður í kjallaranum á Skeifunni 11.

Að minnsta kosti fjórar verslanir sem selja reiðhjól eru núna í Skeifunni og Faxafeni. Kría, Everest, Örninn og GÁP.