Það er auðvitað markmið allra sem stunda fjallaskíði að reyna að vera eins léttur og mögulegt er. Við tókum saman gátlista yfir hluti sem þarf að hafa með í fjallaskíðaferðina. Sumt af því sem við teljum upp hér er nóg að sé til staðar í hópnum sem ferðast saman. 

Engin ætti að skíða utanbrautar án þess að hafa með sér skóflu, snjóflóðaýli og snjóflóðastöng sem er hin heilaga þrenning snjólfóðavarna. En við mælum jafnframt með að fólk verði sér útum einhverslags hallamæli til að geta tekið út brekkurnar sem skíðað er í. Flest snjóflóð falla í brekkum sem eru 30° til 45° og mjög gott að þekkja þær brekkur sem eru hættulegastar.

Svokallað flóðalunga (avalung) eykur lífslíkur þess sem grefst undir snjóflóði umtalsvert. Þetta er ódýr leið til að vera svolítið öruggari. Dýrari aðferð en eitthvað sem hefur svo sannarlega sannað sig er snjóflóðabakpoki með uppblásanlegum belg en hann minnkar mikið líkurnar á að verða grafinn djúpt undir flóðinu.

En hér er semsagt gátlisti svo ekkert gleymist: 

 • Skíði eða kleyfbretti (splitboard)
 • Skór
 • Stafir
 • Skíðagleraugu
 • Hjálmur
 • Skinn
 • Broddar
 • Bakpoki
 • Snjóflóðaýlir
 • Skófla
 • Snjóflóðastöng
 • Úr með hæðamæli
 • Ísöxi
 • Kort
 • Áttaviti og GPS tæki
 • Sólarvörn
 • Varasalvi
 • Sólgleraugu
 • Buff
 • Hanskar
 • Húfa
 • Höfuðljós
 • Rafhlöður
 • Sjúkratösku
 • Vatnsflösku
 • Nesti
 • Fjölnotahníf
 • Límband
 • Neyðarskýli