Gönguverkefnið Gestir og gangandi, sem Ferðafélag Íslands og Rauði Krossinn settu af stað í fyrra, byrjar aftur í kvöld en þá er ætlunin að ganga um Öskjuhlíðina.

Þessar göngur hafa hlotið nafnið Gestir og gangandi og er hugmyndin er að blanda saman Íslendingum, gömlum og nýjum, í stuttum gönguferðum þar sem hópnum gefst kostur á að upplifa saman þá einföldu ánægju sem hafa má af útiveru.

Þetta  er annað árið sem þetta samstarfsverkefni FÍ og Rauða krossins stendur yfir en að jafnaði er boðið upp á fimm göngur að vori og fimm á haustdögum.

Þátttakendur safnast saman kl. 18 göngudagana við skrifstofur Rauða krossinn í Efstaleiti 9 þar sem bíllausir fá far hjá þeim sem hafa pláss.

Göngurnar eru ókeypis og allir eru velkomnir. Góðir skór, hlý föt, smá nesti og góða skapið er allt sem þarf.

Göngurnar verða sem hér segir:

  • 10. apríl. Öskjuhlíð
  • 17. apríl. Úlfarsfell
  • 24. apríl. Mosfell
  • 1. maí. Búrfellsgjá
  • 8. maí. Helgafell