Vefsíðan vertuuti.is er nú formlega farin í loftið, frá og með birtingu þessarar fréttar!

Hér ætlum við að birta alls konar efni um útivist, áskoranir, heilsu og mannlíf.

Við erum búin að vera svolítinn tíma að búa til þennan vef. Við erum orðin nokkuð ánægð með hann. Við munum þó að sjálfsögðu halda áfram að þróa hann og bæta. Við þiggjum allar ábendingar.

Fyrir utan að vera sjálfstæður útivistarfréttavefur tengist vefurinn líka tímaritinu Úti og sjónvarpsþáttunum Úti.

Í tilefni dagsins gerðum við tvennt: Skáluðum í freyðivíni (allir nema Róbert sem fékk engiferöl) og splæstum í mynd úr myndabanka af mjög hamingjusömu fólki úti í náttúrunni að spila á gítar og ukulele.