Bambull

Bambull er tveggja laga efni sem er unnið úr bambus og Merino ull. Hinn mjúki bambus liggur upp við húðina, dregur í sig raka, andar vel og hamlar bakteríuvexti. Ullin er svo í ytra laginu og gerir flíkina heita. Þetta er einstaklega þægilegt innsta lag í útivist. Norðmaðurinn Olaf Tufte, margfaldur Olympíumethafi í róðri, á heiðurinn af þessari vöruþróun. Bambull, frá toppi til táar, fæst í Eirberg.

skrifar| 2018-03-23T12:06:40+00:00 14. febrúar, 2018|Úti mælir með|