Við sjáum ekki betur en að BH hjólin frá Spáni sem Fjallakofinn er núna farinn að flytja inn og selja séu að fá góðar umsagnir á i. Þetta eru spænsk hjól frá fyrirtæki sem á sér sögu allt aftur til fyrsta áratugar síðustu aldar en þá var meginframleiðslan reyndar byssur. Eftir fyrri heimstyrjöldina hófu framleiðendurnir að gera eitthvað annað með járnrörin sem áður voru notuð í byssuhlaup. Við hjá Úti fögnum allri samkeppni. Það er ánægjulegt að sjá að verðin sem Fjallakofinn eru að bjóða uppá eru vel samkeppnishæf og ljóst að Dóri hans fólk ætlar að keppa um fólkið sem íhugar að kaupa sér hjól á netinu og fá sent til Íslands eins og algengt er orðið. BH hjólin eru til í öllum gerðum og miðað við vöruúrvalið sem boðið er uppá á heimasíðu BH hjóla er þetta alvöruframleiðandi.